Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki
Rannsóknin var framkvæmd sumarið 2017. Gagnasöfnun var þríþætt og fólst í talningu bifreiða, spurningakönnun meðal ferðamanna og viðtalsrannsókn við hagsmunaðila í ferðaþjónustu.
Rannsóknin kallaðist á við tvær fyrri rannsóknir:
- Viðtalsrannsókn frá 2008 þar sem lagt var mat á áhrif fyrirhugaðrar virkjunar á Þeistareykjum og háspennulínu frá Kröflu að Bakka við Húsavík á ferðaþjónustu og útivist
- Rannsókn frá 2012 sem byggðist á umferðatalningu og spurningakönnun meðal ferðamanna.
Verkefninu lauk með útgáfu skýrslu í lok árs 2017.