Rannsóknahópur - Verkfærakista rannsókna í ferðamálum

Mynd: SMG ConsultingRannsóknahópur um aðferðafræði og samanburð rannsókna í ferðamálum.

Rannsóknarhópurinn var myndaður í kjölfarið á 13. ráðstefnunni um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations), sem haldin var í Reykjavík 28. og 29. september 2017. Markmið samstarfshópsins er að kanna hvernig hægt sé að setja saman skilvirka ferla, eins konar verkfærakistu, sem er ætluð hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu svo að hægt sé að nálgast viðfangsefni í ferðaþjónustu á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

Meðal spurninga sem rannsóknahópurinn gæti leitað svar við má nefna:

Hvers konar verkfæri virka í reynd?
Hvernig á að fylgjast með áhrifum mismunandi verkfæra?
Hvaða verkfæri henta hvar?
Hvernig getur verkfærakistan verið gagnleg til að mennta viðskiptavini?
Petra Blinnikka, JAMK University of Applied Sciences í Finnlandi leiðir vinnuna en aðrir þátttakendur eru ferðaþjónustufyrirtæki, Háskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Samtök um ábyrga ferðaþjónustu. petra.blinnikka [@] jamk.fi

Aðrir meðlimir hópsins eru:

Manfred Schreiber, Studiosus Reisen München
Magnus Haukur Asgeirsson, University of Iceland
Kjartan Bollason, Hólar University College
Harold Goodwin, Responsible Tourism Partnership and Institute of Place Management at MMU