T-CRISIS-NAV Leiðsögn lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu í gegnum krísu

Erasmus-plus

Rannsóknamiðstöð ferðamála var aðili að Erasmus+ verkefninu: ´Navigating SMEs in the tourism sector through crisis´ (T-CRISIS-NAV).

Verkefninu var ætlað að þróa námsskrá og námsefni til að gera ólíkum menntastofnunum kleift að bjóða uppá fræðslu og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrir frumkvöðla framtíðarinnar innan ferðaþjónustunnar, til þess að öðlast þá færni, tæki og tól sem nauðsynleg eru til að takast á við krísu á áhrifaríkan hátt.

T-CRISIS-NAV var þriggja ára verkefni (2020-2023) og komu samstarfsaðilar verkefnisins frá menntastofnunum og fyrirtækjum í 6 löndum.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiddi verkefnið af hálfu RMF ásamt Íris H. Halldórsdóttur, sérfræðingi RMF

Heimasíða verkefnisins er www.tourismrecovery.eu/

 

T-Crisis-NAV - logoÍ tengslum við verkefnið voru þróuð tvö námskeið:
1. Námskeið miðað fyrir eigendur og stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu - sjá nánar hér
2. Námskeið miðað að háskólastigi sem miðar að því að gera nemendum kleift að tileinka sér kerfisbundna nálgun við svæðisbundna krísustjórnun í ferðaþjónustu  - sjá nánar hér