T-CRISIS-NAV Leiðsögn lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu í gegnum krísu

Erasmus-plusRannsóknamiðstöð ferðamála er þáttakandi  í Erasmus + verkefninu: Navigating SMEs in the tourism sector through crisis (T-CRISIS-NAV).  Verkefninu er stýrt af University of Highlands and Islands í Skotlandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Írlandi, Þýskalandi, Danmörku, Spáni ásamt Íslandi. Verkefnið hófst í september síðastliðinn og mun það standa yfir í þrjú ár (2020-2023).

Verkefninu er ætlað að þróa námsskrá og námsefni til að gera ólíkum menntastofnunum kleift að bjóða uppá fræðslu og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og frumkvöðla framtíðar, í ferðaþjónustunni, til þess að öðlast þá færni, tæki og tól sem nauðsynleg eru til að takast á við krísu á áhrifaríkan hátt.

Hlutverk Rannsóknamiðstöðvar ferðamála í þessu verkefni er fjölbreytt en sem fulltrúi háskólastofnana sér RMF um gæðamat á því efni sem verkefninu er ætlað að búa til.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiðir verkefnið af hálfu RMF ásamt Íris H. Halldórsdóttur, sérfræðingi RMF

Heimasíða verkefnisins er www.tourismrecovery.eu/