Verkefni - Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðaþjónustu: kannanir í einstökum samfélögum

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif ferðaþjónustu og ferðamanna á íbúa á Íslandi. Ferðamennska og ferðaþjónusta geta markað djúp spor í samfélög heimamanna en töluverður munur getur verið á því í hverju samfélagi hvaða áhrifaþættir vega mest. Í rannsókninni eru könnuð viðhorf heimamanna sem búa við nærveru ferðamanna og skoðað er hvaða áhrif ferðamennska hefur á lífsgæði þeirra.

Haustið 2018 gerði RMF rannsókn á fjórum stöðum: Egilsstöðum, Stykkishólmi, Húsavík og Reykjanesbæ. Unnið var með blandaðar rannsóknaraðferðir annars vegar  hálfopin viðtöl við íbúa og spurningakönnun meðal íbúa. Rannsóknin er fjármögnuð af ANR. Skýrslur með niðurstöðum rannsóknarinnar voru gefnar út af Ferðamálastofu árið 2019.

Skýrslurnar í heild má nálgast hér að neðan:

Egilsstaðir

Húsavík

Stykkishólmur

Reykjanesbær

 

Tvær aðrar tilviksrannsóknir hafa verið gerðar innan einstakra samfélagi á Íslandi. Árið 2015 framkvæmdi ferðamáladeild Háskólans á Hólum tilviksrannsókn sem náði til fjögurra þéttbýlisstaða: Ísafjarðar, Húsavíkur, Hellu og 101 Reykjavíkur. Tekin voru viðtöl við íbúa en auk þess voru gerðar vettvangsathuganir í opinberu rými sem samnýtt er af ferðamönnum og íbúum hvers staðar. Rannsóknin var fjármögnuð af Ferðamálastofu. Hér má lesa skýrslu Háskólans á Hólum um niðurstöður rannsóknarinnar. Hér er ritrýnd grein um sömu rannsókn: Social sustainability of tourism in Iceland: A qualitative inquiry

Árið 2016 framkvæmdi RMF svo aðra rannsókn sem náði til þriggja þéttbýlisstaða: Siglufjarðar, Mývatnssveitar og Hafnar í Hornafirði. Í gagnaöflun var notast við blandaðar rannsóknaraðferðir, annars vegar með hálfopnum viðtölum við íbúa og með spurningakönnun meðal íbúa. Rannsóknin var fjármögnuð af ANR. Verkefninu lauk í lok árs 2016 með útgáfu tveggja skýrslna.

 

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is]