Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins
Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins
Í verkefninu er megin áhersla lögð á eftirspurnarhlið atvinnugreinarinnar og greiningu gesta til svæðisins.
Leitast er við að finna svör við því hverjir það eru sem koma og hvað dregur þá til svæðisins. Einnig eftir hverju þeir sækjast og hvað þeir skilja eftir. Svör við slíkum spurningum eru mikilvægar í þeim uppbyggingarfasa sem atvinnugreinin er í víða um land auk þess sem þau gagnast við gerð stefnumótandi stjórnunaráætlana fyrir ferðaþjónustu í hverjum landshluta.
Spurningalisti var lagður fyrir erlenda ferðamenn á sex stöðum landsins, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Húsavík, Mývatnssveit, Stykkishólmi og Ísafirði á sumarið 2016.
Verkefnið er unnið í samstarfi Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga. Verkefnið er styrkt af Stjórnstöð ferðamála, en er framhald verkefnis sem hófst í júní 2015, þá styrkt af atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.
Niðurstöðuskýrslur ferðavenjukannanna birtust í árslok 2017 í sex samantektum sem sjá má hér að neðan:
Erlendir gestir á Seyðisfirði sumarið 2016
Erlendir gestir á Egilsstöðum sumarið 2016
Erlendir gestir á Húsavík sumarið 2016
Erlendir gestir í Mývatnssveit sumarið 2016
Erlendir gestir í Stykkishólmi sumarið 2016
Erlendir gestir á Ísafirði sumarið 2016
Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab@hi.is]