Hugmyndabanki: Innsend verkefni

Þróun og hegðun farþegaskipaferðamanna

 - í samvinnu við Landhelgisgæsluna

Tillögur að nemendaverkefnum sem unnin væru í samvinnu við Landhelgisgæsluna - aðrir hugsanlegir samstarfsaðilar: Cruise Iceland og/eða AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators)

  1. Könnun meðal farþega um borð í skipum: framkvæmd og úrvinnsla.
  2. Viðtalsrannsókn meðal farþega í höfnum um eftir hverju það er að sækjast þegar komið er á norðurslóðir.
  3. Viðtalsrannsókn meðal farþega í höfnum um öryggi á norðurslóðum og björgunargetu.
  4. Greining á siglingarleiðum og viðkomuhöfnum útfrá skipaupplýsingum, þegar unnið af RMF til og með sumar 2014.
  5. Uppfærsla greininga ferðaþjónustureikninga með tilliti til útkalla Landhelgisgæslu. Markmið: meta þróun og áhrif ferðaþjónustu/ferðamennsku og sjá hlutdeild íslenskra ferðalanga

Nánari upplýsingar um verkefnin

Tengiliður: Dr. Edward H. Huijbens - edward [hjá] unak.is

 

 

Handverk og hönnun áfangastaða

Þríþætt forsendugreining fyrir gestastofu við Dimmuborgir
- í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Umhverfisstofnun og Skútustaðahrepp

Landgræðslan, í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Umhverfisstofnun og Skútustaðahrepp, leitar eftir fólki til að vinna að verkefni um heildræna hönnun Dimmuborga sem áfangastaðar ferðafólks. Verkefnið er þríþætt en saman þættast þau í heildræna hönnun Dimmuborga sem áfangastað fyrir ferðafólk og tækifæri í rekstri sem byggir á einstöku aðdráttarafli staðarins.

  1. Hönnunarforsendur sem snúa að því hvernig þjónustuinnviðir geta verið hannaðir til að falla að landi og lyfta náttúru staðarins með hliðsjón af alþjóðlegum fyrirmyndum. Jafnframt að skapa viðmið í hönnun og rekstri á grunni samanburðar við það sem best þekkist þegar kemur að slíkri uppbyggingu.
  2. Samstarfsforsendur, það er samlegð hvaða þjónustu og starfsemi gæti tryggt rekstrargrunn innviðanna
  3. Rekstrarforsendur, gera viðskiptaáætlun um rekstrarforsendur slíkra innviða með samþættingu ólíkrar ferðaþjónustu og annarrar starfsemi sem bætir hvor aðra upp.

Nánari upplýsingar um verkefnin

Tengiliður: Davíð Arnar - david.arnar.stefansson [hjá] land.is