Menningarferðamenn í Reykjavík
Menningarferðamenn í Reykjavík er pilot verkefni RMF þar sem ferðavenjur og viðhorf ferðamanna sem heimsækja söfn, sýningar og setur á höfuðborgarsvæðinu er rannsakað.
Könnun verður lögð fyrir ferðamenn á fjórum söfnum í Reykjavík með það að markmiði að fá betri innsýn í hvað einkenni þennan markhóp, hvað dragi þá inn á söfnin og hver upplifun þeirra sé af heimsókninni. Tilgangur verkefnisins er einnig að öðlast betri skilning á viðhorfum ferðamanna til menningartengdrar afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins (Visit Reykjavík) og Rannsóknasetur skapandi greina. Verkefnið hófst í nóvember 2025 og því líkur í apríl 2026.
Vera Vilhjálmsdóttir, verav@rmf.is, hefur umsjón með verkefninu en Rike Nissen, starfsnemi hjá RMF, er starfsmaður verkefnisins.

Norðurslóð 2 (E-hús-206)
600 Akureyri