Norrænufarþegar á vegum landsins 1991 – 2025

©Þórný Barðadóttir 2025

Rannsókn á ferðum erlendra ferðamanna sem koma til landsins með Norrænu. Tilgangur rannsóknar er að skoða dreifingu ferjufarþeganna um landið og kortleggja ferðir þeirra utan alfaraleiða. Rannsóknin er samstarfsverkefni Rögnvalds Guðmundssonar hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) og Þórnýjar Barðadóttur á Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF).

Viðfangsefnið felst í rýni á fyrirliggjandi gögnum sem er samfella kannana sem RRF gerði meðal erlendra ferðamanna á árunum 1991-2015. Þar verða svör ferjufarþega skoðuð sérstaklega og áhersla lögð á rýni ferða þeirra um tvö könnunarsvæði utan helstu alfaraleiða. Annars vegar eru það sunnanverðir Vestfirðir og hins vegar norðausturhorn landsins. Rannsóknin tengist þannig fyrri rannsóknum RMF á vegamálum og ferðamannaleiðum en miðstöðin hýsir einnig rannsóknanet evrópskra rannsakenda á akstursverðamennsku (Rural Drive Tourism Research Network).

Sumarið 2025 verður til samanburðar á eldri gögnum safnað nýrra svara meðal ferjufarþega við Seyðisfjarðarhöfn auk þess sem í uppfærðum spurningalista verður aukin áhersla á akstursferðamennsku með nýjum spurningum um akstur um skilgreindar ferðamannaleiðir.

Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar

RRF fer með umsjón verkefnisins en verkefnisstjóri fyrir hluta RMF er Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]