Sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum: Frá starfsháttum til stýringar
RMF er aðili að fjögurra ára rannsóknarverkefni sem styrkt er af norska rannsóknaráðinu undir merkjum norsk-rússneska rannsóknasjóðsins. Starfstími verkefnisins er frá september 2020 til júlí 2024.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna svæðisbundna stjórnun og stýringu skemmtiferðaskipa og leita bestu leiða með sjálfbærni að leiðarljósi.
Rannsóknin tekur til greiningar á gildandi regluverki og verklagsreglum til stýringar umferðar skemmtiskipa og þjónustu við þau í landi. Rannsóknarsvæðið er Noregur, Ísland og Grænland.
Auk greiningar á fyrirliggjandi gögnum, mun rannsóknaraðferð byggja á viðtölum við hagaðila á alls sex móttökusvæðum skemmtiferðaskipa í löndunum þremur og vettvangsrannsóknum á þjónustu við skip og farþega þeirra. Loks verða hinar svæðisbundnu niðurstöður teknar saman og kynntar á öllum rannsóknasvæðunum.
Lokamarkmið rannsóknarinnar er að skapa gagnagrunn um hvað gengur best og hvað reynist erfiðast við stýringu skemmtiferðaskipa og þjónustu við skip og farþega í oft fámennum samfélögum norðurslóða.
Komin er út RMF skýrsla á íslensku, hér má finna link á hana, og verkefna skýrsla á ensku, hér má finna link á hana, um niðurstöður gagnaöflunar á Ísafirði. Lokaskýrsla verkefnisins er væntanleg vorið 2024 þar sem niðurstöður allra rannsóknasvæða verða borin saman.
Fylgjast má með framvindu rannsóknarinnar á Facebooksíðu verkefnisins og heimasíðu verkefnisins.
Verkefnisstjórn íslensks hluta: Ása Marta Sveinsdóttir (asamarta@rmf.is), Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is) og Þórný Barðadóttir (thorny@rmf.is)