Skemmtiskipahöfn verður til
Umferð skemmtiferðaskipa um byggð og óbyggð svæði á norðurslóðum hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Það á ekki hvað síst fið um umferð leiðangursskipa sem eru smærri, oft sérútbúin skemmtiskip sem geta athafnað sig við þrengri aðstæður en stór skip geta gert. Leiðangursskip ferðast því um þröngar siglingarleiðir og heimsækja fámenn samfélög víðsvegar um norðurslóðir með tilheyrandi áhrifum á heimsóknarsvæði.
Rannsóknir á umferð þessara skipa og áhrifum þessa hefur einnig farið vaxandi en í þessari rannsókn nýtist fágætt tækifæri til að fylgjast með tilurð nýrrar skemmtiskipahafnar allt frá aðdraganda og undirbúningi til þess að skip kemur í sínar fyrstu heimsóknir.
Rannsóknarsvæðið er Raufarhöfn á Melrakkasléttu en sumarið 2025 boðaði leiðangursskip komu sína í fimm heimfóknir til þorpsins.
Rannsókn beitir blönduðum eigindlegum rannsóknaraðferðum. Viðtöl eru tekin við hagaðila móttöku og þjónustu fyrst í aðdraganda fyrir fyrstu heimsókn skipsins og aftur eftir að það hefur komið í sína síðustu heimsókn sumrarsins. Þá er heimafólk tekið tali auk þess sem rannsakandi beitir þátttökuathugun við móttöku skips og farþega til hafnar.
Áætlað er að niðurstöður rannsóknar liggi fyrir snemma árs 2026.
Verkefnisstjóri er Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]