Vetraráfangastaðurinn Akureyri

Höfundarréttur: María Helena TryggvadóttirUm árabil hafa ferðaþjónustuaðilar á Akureyri unnið markvisst að markaðssetningu og eflingu ferðaþjónustu utan háannar í samræmi við ferðamálastefnu Akureyrarbæjar. Bærinn er og hefur um skeið verið einn vinsælasti vetraráfangastaður innlendra ferðamanna.

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig Akureyringar upplifa sína heimabyggð sem vetraráfangastað og fá innsýn í áherslur íbúa hvað varðar uppbyggingu vetrarferðaþjónustu, skipulagningu og stýringu hennar til framtíðar. Könnuð er upplifun íbúa er á þeirri breytingu sem verður á Akureyri, þeirra heimabyggð, þegar bærinn fyllist af ferðamönnum, hvort vísbendingar séu til staðar um álag á íbúanna vegna ferðaþjónustunnar og hvaða áherslur þeir myndu vilja sjá í skipulagningu og stýringu vetrarferðaþjónustu í bænum

Gagna er aflað annars vegar með hópviðtölum við íbúa á Akureyri og hins vegar með netkönnun sem send verður til úrtaks íbúa í apríl 2021. Áætlað er að niðurstöður liggi fyrir í lok árs 2021.

Verkefnastjórn er í höndum Eyrúnar Jennýjar Bjarnadóttur og Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur. Verkefnið er hluti af rannsóknasamstarfi þeirra við Dr. Georgette Leah Burns, Griffith University, Ástralíu og Dr. Guðrúnu Helgadóttur, Háskólanum í Suð-austur Noregi. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur umsjón með gagnaöflun og Akureyrarstofa er rannsóknateyminu til ráðgjafar.
Verkefnið er unnið með stuðningi frá Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri