Vísindaráð Island Innovation
RMF er aðili að Vísindaráði Island Innovation.
Island Innovation er sérfræðiráðgjöf sem sérhæfir sig í nýsköpun og sjálfbærri þróun fyrir eyjasamfélög.
Vísindaráðið miðlar vísindalegri þekkingu til að styðja við sjálfbæra þróun eyja. Markmiðið er að auðvelda tengslamyndun og samstarf milli eyjasamfélaga og fræðastofnana og hvetur til miðlunar fræðirannsókna til hagsmunaaðila. Aðilar vísindaráðsins eru stofnanir sem stuðla að rannsóknum er varða sérstaklega málefni eyja.
Nánari upplýsingar má finna á vef Island Innovation.
Ása Marta Sveinsdóttir (asamarta@rmf.is) er fulltrúi RMF í Vísindaráði Island Innovation.