Um RMF

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Hólum. Auk háskólanna þriggja, tilnefna Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvor sinn fulltrúa í stjórn RMF. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs og auka þekkingu um ferðamál gegnum innlent og erlent samstarf. 

Stefna RMF er að efla rannsóknir og skilning á áhrifum ferðamennsku á hagkerfi, samfélag og umhverfi. Þetta gerir miðstöðin með samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila og atvinnulíf, með útgáfu fræðirita og annarri upplýsingamiðlun og ráðgjöf og með því að standa fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum.

Fyrsti stofnsamningur RMF var undirritaður árið 1999. Nýr stofnsamningur var samþykktur árið 2014 og endurnýjaður 2021. Stofnsamninga RMF má finna hér fyrir neðan:

Stofnsamningur RMF 1999

Stofnsamningur RMF 2014

Stofnsamningur RMF 2021

Markmið Rannsóknamiðstöðvar ferðamála:

  • að efla og bæta rannsóknir í ferðamálum á Íslandi
  • að stuðla að samvinnu háskólanna sem að miðstöðinni standa á sviði ferðamála
  • efla samstarf og samtal við atvinnugreinina og aðra hagsmunaaðila
  • að stuðla að samstarfi innlendra og erlendra rannsakenda á sviði ferðamála
  • að gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í ferðamálafræðum
  • að gangast fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum í ferðamálafræðum

Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt á Akureyri þar sem höfuðstöðvar miðstöðvarinnar eru og í Reykjavík.

 

Heimilisfang RMF á Akureyri:

Borgir v/Norðurslóð (7. hæð)
600 Akureyri

Borgir Akureyri. Mynd: HA

 

Heimilisfang RMF í Reykjavík:

Tæknigarður, (TG-207)
Dunhaga 5
107 Reykjavík

Tæknigarður