Anna Dóra hlaut fálkaorðuna

Anna Dóra og Guðrún
Anna Dóra og Guðrún

Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, var í hópi 14 Íslendinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2020. Riddarakrossinn fær Anna Dóra fyrir kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar.

Á dögunum færði dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnar RMF, Önnu Dóru blóm og hamingjuóskir frá starfsfólki og stjórn RMF í tilefni þessa verðskuldaða heiðurs. Orðuveitingin dregur fram mikilvægi rannsókna á sviði ferðamála enda hefur ferðaþjónustan verið ein af burðarstoðum íslensks atvinnulífs síðastliðinn áratug.