Fréttir

Nýr starfsnemi hjá RMF

RMF býður Gyde Rudolph velkomna til okkar í starfsnám þar sem hún mun rannsaka hvernig ljósmyndir, notkun snjallsíma og miðlun efnis á samfélagsmiðlum mótar upplifun ferðamanna af Íslensku landslagi og útivist.
Lesa meira

Góðar og þarfar umræður um ferðamannalandið Ísland

Á dögunum stóð RMF fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum. Umræðurnar voru hluti af dagskrá Þjóðarspegilsins, árlegrar ráðstefnu félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Lesa meira

Nýr starfsnemi hjá RMF

Rike Nissen er nýr starfsnemi á Reykjavíkurskrifstofu RMF. Rike mun rannsaka menningartengda ferðamennsku og leggja fyrir kannanir meðal ferðamanna sem heimsækja söfn og sýningar í Reykjavík.
Lesa meira

Vefnámskeið: Efling ábyrgar ferðaþjónustu á Norðurlöndunum

Þriggja daga vefnámskeið um ábyrga ferðaþjónustu á Norðurlöndum fer fram dagana 11.–13. nóvember. Fjallað verður um fjölbreytni, rannsóknir og þróun í ferðaþjónustu. Námskeiðið er frítt og öll velkomin.
Lesa meira

Ferðamannalandið Ísland – með sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi?

RMF í samstarfi við HÍ og HH bjóða til pallborðsumræðna með fulltrúum úr ferðaþjónustunni, stjórnsýslu, háskólum og fjölmiðlum fimmtudaginn 30. október kl. 13:30-15:00 í Háskólabíói 2.
Lesa meira

RMF kynnt á Norðurslóðatorgi

RMF tók nýverið þátt í Norðurslóðatorgi í Háskólanum á Akureyri þar sem stofnanir á svæðinu kynntu starfsemi sína tengda málefnum Norðurslóða.
Lesa meira

Ráðstefna á Borgundarhólmi – Ísland tekur við keflinu 2026

Á dögunum tóku sérfræðingar RMF þátt í árlegri ráðstefnu um norrænar ferðamálarannsóknir sem haldin var á Borgundarhólmi í Danmörku. Þema ráðstefnunnar var ferðaþjónusta sem drifkraftur umbóta og þróunar.
Lesa meira

Doktorsvörn í ferðamálafræði: Barbara Olga Hild

Á dögunum varði Barbara Olga Hild doktorsritgerð sína í ferðamálafræði við HÍ. Ritgerð hennar nefnist Öryggi ferðamanna í ævintýraferðamennsku. Hæfni leiðsögumanna og áhættustýring á norðurslóðum.
Lesa meira

Beint millilandaflug og ferðamynstur erlendra ferðamanna á Norður- og Austurlandi

RMF hefur nú birt niðurstöður könnunar meðal erlendra ferðamanna sem nýttu sér beint millilandaflug frá Akureyri veturinn 2024–2025.
Lesa meira

Doktorsvörn í ferðamálafræði: Gyða Þórhallsdóttir

Á dögunum varði Gyða Þórhallsdóttir doktorsritgerð sína í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerð Gyðu ber heitið Ferðamynstur í tíma og rúmi: Skipulag og stefnumótun fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu.
Lesa meira