Fréttir

Mat á áhrifum Svartárvirkjunar

Út er komin skýrsla um mat á hugsanlegum áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar Svartár í Bárðardal á ferðamennsku og útivist.
Lesa meira

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur gefið út tvær skýrslur í tengslum við rannsókn á áhrifum ferðaþjónustunnar á minni samfélög, íbúa þeirra, menningu og daglegt líf í samfélagslegu tilliti.
Lesa meira

Umhverfi og regluleg hreyfing

Við HÍ er nýlokið tveggja daga ráðstefnu í líf- og heilbrigðisvísindum. Gunnþóra Ólafsdóttir, sérfræðingur á RMF, kynnti þar fyrstu niðurstöður þverfaglegrar rannsóknar á áhrifum reglulegrar hreyfingar í náttúrulegu umhverfi á líðan fólks og heilsu.
Lesa meira

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nýlokið er rannsóknarverkefninu Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu sem RMF vann ásamt Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri, í samstarfi við Íslandsstofu og Ferðamálastofu.
Lesa meira

RMF fær styrk frá KEA

Á dögunum var úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Úthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. RMF var meðal styrkþega við úthlutun úr nýjum sjóði mennta- og rannsóknastyrkja.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2016

Á morgun, 30. nóvember, verður Ferðamálaþing ársins 2016 sett í Hörpu, Reykjavík. Þingið hefst kl. 13 með ávarpi ráðherra, en meðal framsögumanna verður Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF.
Lesa meira

Upptaka af örráðstefnu RMF

Árleg örráðstefna RMF var haldin 27. október síðastliðinn. Ráðstefnan var tekin upp og er nú aðgengileg á vefnum.
Lesa meira

Fyrirlestrar í HÍ um sjálfbæra og ábyrga ferðamennsku

Þriðjudaginn 1. nóvember n.k. halda tveir prófessorar í ferðamálafræðum fyrirlestra um sjálfbæra og ábyrga ferðamennsku. Fyrirlestrarnir fara fram í Háskóla Íslands, Öskju og standa frá kl. 13 – 15.
Lesa meira

Í ódýrri ævintýraleit?

Árleg örráðstefna RMF mun að þessu sinni verða helguð sjálfboðaliðum í ferðamennsku. Örráðstefnan fer fram fimmtudaginn 27. október í Háskóla Íslands, Öskju stofu 132, frá kl. 16:15 – 17:15. Allir velkomnir.
Lesa meira

Málstofur um ferðamál á Þjóðarspegli

Ferðamál verða á dagskrá í þremur málstofum og á veggspjaldakynningu Þjóðarspegils, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum föstudaginn 28. október nk.
Lesa meira