Fréttir

Innsýn í gerð nýrra ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland - kynningarfundur í HÍ

Mánudaginn 5. október kl 15 stendur Rannsóknamiðstöð ferðamála í samvinnu við Hagstofu Íslands fyrir kynningarfundi um gerð nýju ferðaþjónustureikningana tímabilið 2009-2013. Kynningin verður í höndum Dr. Cristi Frent í Lögbergi í stofu 101 við Háskóla Íslands.
Lesa meira

Aðkoma RMF að gerð ferðaþjónustureikninga fyrir Hagstofu Íslands

Út eru komnir ferðaþjónustureikningar á vegum Hagstofu Íslands fyrir árin 2009 til og með 2013 sem ætlað er að meta áhrif ferðaþjónustu á íslenskan efnahag á þessum árum. Dr. Cristi Frent, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála, vann reikningana með tilliti til alþjóðlegra staðla í ferðamálatölfræði og ferðaþjónustureikningum.
Lesa meira

Nýir ferðaþjónustureikningar birtir

Hlutdeild ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu (VLF) jókst um 55% að nafnvirði á árunum 2009-2013. Hlutur ferðaþjónustu af VLF hefur vaxið nærfellt þrisvar sinnum hraðar en VLF (sem óx um 18,6%) yfir sama tímabil.
Lesa meira

Rannsóknir RMF og Hagstofunnar á íslenskum ferðaþjónustureikningum hljóta verðlaun á alþjóðavettvangi

Dr. Cristi Frenţ, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála hlaut nýverið verðlaun fyrir framúrskarandi grein um íslenska ferðaþjónustureikninga á virtri ferðamálaráðstefnu í London.
Lesa meira

Norræn ráðstefna um ferðamál haldin í Reykjavík 1.-3. október

Norræna ferðamálaraðstefnan Nordic Symposium verður haldin í Reykjavík 1.-3. október. Þema ráðstefnunarinnar er „Ábyrg ferðaþjónusta?“. 120 erlendir og innlendir fræðimenn verða með 170 kynningar í 27 málstofum.
Lesa meira

Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu staðfestur í ferðaþjónustureikningum

Nýir ferðaþjónustureikningar fyrir árin 2009-2013, sem nýlega birtust á vef Hagstofu Íslands og voru unnir í samvinnu við RMF, staðfesta þann vöxt sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum.
Lesa meira

Vel heppnað málþing RMF á Fundi fólksins í dag

Á málþingi RMF á fundi fólksins í dag, laugardaginn 13. júni, sköpuðust skemmtilegar umræður í kjölfar fyrirlestrana sem þeir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF, Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Edward H. Huijbens, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri héldu. Það voru hátt í 30 manns sem hlutstuðu og tóku þátt.
Lesa meira

Fundur fólksins í Norræna húsinu: Ferðalag um ferðaþjónustuna

Dagana 11. til 13. júní mun Fundur fólksins verða haldinn í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi laugardaginn 13. júní kl. 10-11 í stóra salnum í Norræna húsinu.
Lesa meira

Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu

Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu, þriðjudaginn 9. júní kl. 13:00 í Öskju stofu 130
Lesa meira

Sendiherra norðurslóða við Norðurskautsráðið í heimsókn

Árni Þór Sigurðsson, nýr sendiherra norðurslóða við Norðurskautsráðið, heimsótti RMF á Akureyri þriðjudagsmorguninn 2. júní. Í
Lesa meira