Fréttir

Vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu staðfestur í ferðaþjónustureikningum

Nýir ferðaþjónustureikningar fyrir árin 2009-2013, sem nýlega birtust á vef Hagstofu Íslands og voru unnir í samvinnu við RMF, staðfesta þann vöxt sem hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjónustu á undanförnum árum.
Lesa meira

Vel heppnað málþing RMF á Fundi fólksins í dag

Á málþingi RMF á fundi fólksins í dag, laugardaginn 13. júni, sköpuðust skemmtilegar umræður í kjölfar fyrirlestrana sem þeir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF, Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Edward H. Huijbens, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri héldu. Það voru hátt í 30 manns sem hlutstuðu og tóku þátt.
Lesa meira

Fundur fólksins í Norræna húsinu: Ferðalag um ferðaþjónustuna

Dagana 11. til 13. júní mun Fundur fólksins verða haldinn í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi laugardaginn 13. júní kl. 10-11 í stóra salnum í Norræna húsinu.
Lesa meira

Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu

Gestafyrirlestur: Nýsköpun í ferðaþjónustu. Uppbygging og rannsóknir í Slóveníu, þriðjudaginn 9. júní kl. 13:00 í Öskju stofu 130
Lesa meira

Sendiherra norðurslóða við Norðurskautsráðið í heimsókn

Árni Þór Sigurðsson, nýr sendiherra norðurslóða við Norðurskautsráðið, heimsótti RMF á Akureyri þriðjudagsmorguninn 2. júní. Í
Lesa meira

Kosningaréttur kvenna 100 ára

Föstudaginn 19. júní verður Rannsóknamiðstöð ferðamála lokuð eftir kl. 12 í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Lesa meira

Málþing: Kynning á AR - tölvutækni sem lífgar við texta og myndir í þrívídd í snjalltækjum

Þann 5. júní kl. 13.30-15.30 fer fram kynning á AR tölvutækni sem býður upp á ýmislegt fleiri en QR kóðinn t.d. þrívíddarhreyfimyndir. AR tæknina er frábær fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og geta þau nýtt sér hana í markaaðssetningu. Málþingið fer fram á ensku í Háskólanum á Akureyri, stofu M201 og er opinn öllum.
Lesa meira

Málþing um miðhálendið

Þann 16. maí munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa að málþingi um miðhálendið. Málþingið fer fram í ráðstefnusal Laugardalshallar (Engjavegi 8) og hefst klukkan 10:30 og lýkur 15:30.
Lesa meira

Kynningarfundur á Íslandsstofu á Akureyri:

Íslandsstofa og Samtök atvinnurekenda á Akureyri bjóða til kynningarfundar mánudaginn 11. maí á veitingahúsinu Greifanum frá kl. 12-13 - allir velkomnir.
Lesa meira

Ný skýrsla RMF um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu - greining könnunar meðal Íslendinga

Ný skýrsla RMF "Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu. Greining könnunar meðal Íslendinga - Unnið fyrir Ferðamálastofu" hefur verið gefin út. Gerð var könnun meðal Íslendinga og viðhorf þeirra til ferðafólks og ferðaþjónustu
Lesa meira