Fréttir

Vinir jarðar meta umhverfisframmistöðu skemmtiferðaskipa

Samtökin Vinir Jarðar (e. Friends of the Earth) hafa tekið saman mat á frammistöðu skemmtiferðaskipa er kemur að umhverfismálum á árinu 2014. Á þessari síðu: http://www.foe.org/cruise-report-card er hægt að sjá úttekt á 167 skipum í eigu 16 skipafélaga, þar sem horft er til meðferðar á skólpi, hvort verið sé að vinna gegn útblæstri og hvernig skipin eru að standa sig gagnvart viðmiðum um verdun sjávar sem sett voru í Alaska. Byggt á þessum þremur mælikvörðum fá skipin lokaeinkunn.
Lesa meira

Nýtt nám í heilsutengdri ferðaþjónustu í Búdapest

Ný námslína við í Búdapest í Ungverjalandi býður nemendum upp á að sérhæfa sig innan heilsutengdrar þjónustu.
Lesa meira

Nýr vefur RMF

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur fengið nýjan glæsilegan vef, en það var Stefna sem sá um vefhönnun og uppsetningu í vefumsjónarkerfi sínu. Enn vantar að færa inn ýmsar upplýsingar inn á vefinn en verið er að vinna í því á næstu dögum.
Lesa meira

Ráðstefna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu

Landsbankinn efnir til árlegrar vorráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu á Íslandi, þriðjudaginn 24. mars 2015. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hann hefur ritað bækur fyrir Lonely Planet, stýrt ferðaþáttum á Travel Channel, skrifað fyrir National Geographic Traveler og haldið fyrirlestra á helstu ferðaráðstefnum heims.
Lesa meira

Viðtal við Edward H. Huijbens á N4 - Fróðleiksmolar Eyþing, ferðaþjónusta

Þann 10. mars var sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri í viðtali á sjónsvarpsstöðinni N4. Í þættinum var rætt um uppbyggingu ferðaþjónustu í Eyþing
Lesa meira

Eldsumbrot og samfélag

Samstarfsráðstefna AkureyrarAkademíunnar og Háskólans á Akureyri. Aðalfyrirlestrar: Eldsumbrotin í Bárðabungu: Rannsóknir, vöktun og viðbrögð. Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli. Rýming samkvæmt áætlun.
Lesa meira

Málstofa Auðlindadeildar og RMF

Málstofa Auðlindadeildar í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þriðjudaginn 3. mars 2015 kl. 12.00 – 13.00 í stofu K201 í Háskólanum á Akureyri. Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Lesa meira

Umsögn Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um náttúrupassann

Edward H. Huijbens sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur f.h. miðstöðvarinnar skilað umsögn um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa (mál: 455 - þskj.: 699). Í umsögninni fer Edward yfir frumvarpið og af hverju tillaga að náttúrupassa til tekjuöflunar sé ekki sú besta þegar kemur að fjármögnun og uppbyggingu ferðamannastaða.
Lesa meira

RMF skýrslur á döfinni

Þann 13. mars verða RMF skýrslurnar fyrir árið 2014 gefnar út. Eins og ævinlega er listinn yfir skýrslur fjölbreyttur og mikið af áhugaverðum rannsóknum í gangi hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála.
Lesa meira

Edward í viðtali á RÁS 1

Fimmtudaginn 5. febrúar 2015 var Edward H. Huijbens sérfræðingur RMF í viðtali á RÁS 1 í útvarpsþættinum "Morgunútgáfan. Þar var um nýútgefinni skýrslu RMF um þjóðahagsreikningana.
Lesa meira