Fréttir

Styrkur til rannsóknar á kjörum og aðstæðum erlends starfsfólks í ferðaþjónustu

Rannsóknaverkefnið Kjör og aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu hefur hlotið styrk frá Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar. Rannsókninni er ætlað að veita innsýn aðstæður erlends stafsfólks í ferðaþjónustu á Íslandi.
Lesa meira

Hengillinn - virkjanir og útivist

Upplifun gesta á Hengilssvæðinu er að það sé mjög náttúrulegt, kyrrt, aðgengilegt, fallegt og áhrifamikið. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu RMF um viðhorf gesta á Henglinum til virkjana á svæðinu
Lesa meira

Ferðavenjur erlendra ferðamanna sumarið 2016

Ástæður heimsókna, dvalartími og neyslumynstur erlendra ferðamanna eru talsvert ólík eftir stöðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ferðavenjukönnunum sem framkvæmdar voru sumarið 2016 á sex áfangastöðum hérlendis.
Lesa meira

Ferðamennska og friður á Norðurslóðum

Hver eru tengsl milli friðar og ferðamennsku? Dr. Auður H Ingólfsdóttir, sérfræðingur á RMF, ræddi þetta málefni á ráðstefnu sem var haldin nýlega í Tromsö undir yfirskriftinni: Friður á Norðurslóðum.
Lesa meira

Ályktun aðalfundar stjórnar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á Hólum 13. mars 2018

Stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) brýnir stjórnvöld til þess að efla stórlega rannsóknir í ferðamálum.
Lesa meira

Daði Már Steinsson og Grétar Ingi Erlendsson hljóta lokaverkefnisverðlaun SAF og RMF

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) veittu í dag Daða Má Steinssyni og Grétari Inga Erlendssyni verðlaun fyrir verkefnið Markaðsáætlun Nordic Green Travel ehf.
Lesa meira

Nýir sérfræðingar hjá RMF

Tveir nýir sérfræðingar hafa verið ráðnir í tímabundnar stöður hjá RMF. Annars vegar er það Íris H. Halldórsdóttir, MS í ferðamálafræði og hins vegar Vera Vilhjálmsdóttir, MA í menningararfsstjórnun.
Lesa meira

Aðalfundur stjórnar RMF haldinn á Hólum

Aðalfundur stjórnar RMF var haldinn 13. mars í Háskólanum á Hólum. Utan hefðbundinna aðalfundarstarfa ræddi fundurinn m.a. rannsóknasýn og –áherslur RMF.
Lesa meira

Landsmenn almennt sáttir við ferðamenn og ferðaþjónustu

Um níu af hverjum tíu landsmönnum telja ferðamenn auka fjölbreytileika mannlífsins og að ferðaþjónustan sé efnahagslega mikilvæg. Þetta kemur fram í nýrri könnun RMF á viðhorfum landsmanna til ferðaþjónustu.
Lesa meira

Rannsókn um skemmtiferðaskip vekur athygli

Nýleg rannsókn RMF um móttöku skemmtiferðaskipa var í kastljósinu í vikunni. Fjallað var um rannsóknina í hádegisfréttum RÚV og í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1.
Lesa meira