Vel heppnað málþing RMF á Fundi fólksins í dag

Á málþingi RMF á fundi fólksins í dag, laugardaginn 13. júni, sköpuðust skemmtilegar umræður í kjölfar fyrirlestrana sem þeir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF, Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Edward H. Huijbens, sérfræðingur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og prófessor við Háskólann á Akureyri héldu. Það voru hátt í 30 manns sem hlutstuðu og tóku þátt.