Góður gestur á RMF

Dr. Zsuzsanna Kövi
Dr. Zsuzsanna Kövi


Á dögunum fékk RMF til sín góðan gest, þegar Dr. Zsuzsanna Kövi, frá Karoli Gaspar Háskólanum í Ungverjalandi kom í vinnuheimsókn.

Á meðan á dvöl Dr. Kövi stóð, hélt hún fyrirlestra á Akureyri og í Reykjavík fyrir sérfræðinga RMF, háskólakennara og fleiri samstarfsaðila.
Hún hélt einnig vinnufundi með sérfræðingum RMF þar sem hún sýndi nýjar greiningaraðferðir, meðal annars með úrvinnslu á fyrirliggjandi gögnum miðstöðvarinnar.

Stefnt er að frekari samvinnu við Dr. Kövi um gagnagreiningu sem og möguleg ný rannsóknarverkefni.

Dr. Zsuzsanna Kövi ásamt Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur  Dr. Zsuzsanna Kövi ásamt tveimur af sérfræðingum RMF