Sjálfboðaliðar og störf í íslenskri ferðaþjónustu

Mynd: Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Mynd: Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Undanfarin haust hefur RMF staðið fyrir örráðstefnum þar sem tiltekin málefni ferðamennsku og ferðaþjónustu hafa verið til umfjöllunar. Í ár verður fókusinn settur á ýmsar hliðar sjálfboðaliðaferðamennsku. Hvatar slíkrar ferðamennsku geta verið starfsþjálfun, fórnfýsi í þágu æðri málstaðar, ævintýraþorsti eða jafnvel blanda alls þessa.

Verkalýðshreyfingin hefur hins vegar lýst yfir áhyggjum af örri fjölgun ólaunaðra starfsmanna hérlendis, hvort sem þeir þá kallast sjálfboðaliðar eða starfsnemar. Umræðan hefur oft og tíðum verið tengd ferðaþjónustu og virðist mega ráða að aðilar í hefðbundnum fyrirtækjarekstri notfæri sér ævintýraþorsta erlendra ungmenna til að uppfylla eigin vinnuaflsþörf.

En er það alltaf raunin að vísvitandi sé brotið á sjálfboðaliðum? 

Hvar liggja mörk hefðbundinnar vinnu og þess að láta gott af sér leiða?

Hver eru áhrif þessa á ferðaþjónustuna og álit almennings á henni?

Þarf að bregðast við?

 

6. örráðstefna RMF, stofu 132 Öskju, Háskóla Íslands, fimmtudaginn 27. október kl. 16:15 - 17:15.

Dagskrá:

Sjálfboðaliðar í samkeppnisrekstri?
Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar

„Ah… ég veit ég get treyst á þig!“ Um áhrif ferðaþjóna á upplifun erlendra ferðamanna
Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála

Sjálfboðaliðar, hver er réttarstaða þeirra á Íslandi?
Gísli Davíð Karlsson, lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun

Volunteer Tourism and the Community's Voice: The Social Representations of Favela Communities in Rio de Janeiro, Brazil
Dr. Jessica Aquino, lektor við Háskólann á Hólum

Sjálfboðaliðastarf í þágu náttúru (Conservation volunteering)
René Biasone, umsjónarsmaður Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar í náttúruvernd

Vaxtarverkir á uppgangstímum
Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri hjá Hey Iceland

 

Ráðstefnustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF

Allir velkomnir