Nýr starfsnemi hjá RMF

Það er með ánægju sem við kynnum nýjasta meðliminn í teyminu okkar.

Ellen Hadderingh var að hefja starfsnám hjá okkur á starfstöð RMF á Akureyri.

Ellen er nemandi í ferðamálafræði á masters stigi við Wageningen University & Research í Hollandi og mun hún starfa hjá okkur í fjóra mánuði.

Við bjóðum hana velkomna til starfa og vonum að hún muni eiga ánægjulega og gagnlega dvöl hjá okkur.