Viðhorf ferðamanna til virkjana og mannvirkja við Kárahnjúka
Sumarið 2025 stendur RMF fyrir könnun á viðhorfum ferðamanna til virkjana og annarra mannvirkja við Kárahnjúka og nágrenni. Markmið könnunarinnar er að varpa ljósi á upplifun ferðamanna af svæðinu og meta áhrif mannvirkja á upplifun þeirra.
Verkefnið er framhald af sambærilegri könnun sem fram fór á Blöndu- og Þjórsársvæðum sumarið 2024.
Áætluð verklok eru um mánaðarmótin nóvember-desember.
Rannsóknin er unnin fyrir Landsvirkjun. Gagnaöflun er í umsjá Vatnajökulsþjóðgarðs en Eyrún Jenný Bjarnadóttir stýrir rannsókninni fyrir hönd RMF.