Ályktun aðalfundar stjórnar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála á Hólum 13. mars 2018

Stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF) brýnir stjórnvöld til þess að efla stórlega rannsóknir í ferðamálum. Ferðaþjónusta á Íslandi er hraðvaxandi  atvinnugrein sem byggir á viðkvæmum auðlindum lands og þjóðar og því verður ákvarðanataka um uppbyggingu og skipulag greinarinnar að vera rækilega undirbyggð af áreiðanlegum gögnum. Íslensk ferðaþjónusta nýtir auðlindir náttúru og samfélags, sem umgangast verður með sjálfbærni að leiðarljósi. Aðeins þannig geta þær orðið helsta tekjulind þjóðarinnar til frambúðar.

Stjórn RMF hvetur því stjórnvöld til þess að gera án tafar átak í fjármögnun ferðamálarannsókna, með því að  Vísinda- og tækniráð opni Markáætlun í ferðamálum og að komið verði á sérstökum rannsóknasjóði ferðamála, í líkingu við AVS sjóð sjávarútvegsins.