Dreifing gistinátta erlendra ferðamanna

GINI-stuðull gistinátta erlendra ferðamanna
GINI-stuðull gistinátta erlendra ferðamanna

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur undanfarin ár fylgst með svæðisbundinni dreifingu gistinátta erlendra ferðamanna og hvernig þær dreifast eftir mánuðum á tilteknum svæðum landsins. Unnið er úr árlegum gistiskýrslum Hagstofu Íslands og fundinn GINI-stuðull dreifingar sem er á bilinu 0-1. Gildið 0 jafngildir því að gistinætur hvers árs dreifðust fullkomlega jafnt milli mánaða en gildið 1 því að allar gistinætur árs féllu innan eins og sama mánaðar.

 

 

Af töflu 1 má sjá að árin 1998-2015 hefur dreifing gistinátta milli mánaða hvers árs reynst mest á höfuðborgarsvæðinu en allt frá árinu 2012 hafa gistinætur dreifst á fleiri mánuði með hverju árinu. Þá má á töflunni sjá að árið 2015 sást aukin dreifing gistinátta á öllum svæðum landsins.

Ginistuðull 2015: Tafla 1

 

 

Mynd 1 sýnir samanburð á meðaltalsgildi áranna 1998-2015 eftir mánuðum annars vegar (dökkar línur) og niðurstöður ársins 2015 hins vegar (ljósar línur). Höfuðborgarsvæðið hefur að jafnaði talið nálægt 9 af hverjum 10 gistinóttum erlendra gesta yfir vetrarmánuðina en mynd 1 sýnir að hlutfallið fer niður í um 3 af hverjum 10 gistinóttum júlímánaða. Árið 2015 kemur fram aukin hlutdeild annarra svæða, ekki síst yfir vetrarmánuðina.

Gini-stuðull gistinátta 2015: Mynd 1

 

Niðurstöður greininga á dreifingu gistinátta ársins 2015 eftir mánuðum og einstökum svæðum sýna þó að ekkert eitt svæði utan höfðborgarsvæðisins fer nærri vægi þess í gistinóttum erlendra gesta hér á landi. Niðurstöðurnar má sjá á mynd 2.

Gini-stuðull gistinátta 2015: Mynd 2 

 

Mikil árstíðarsveifla gistinátta virðist því enn um sinn ein helsta áskorun íslenskrar ferðaþjónustu utan stór-höfuðborgarsvæðisins.

 

Apríl 2016, Rannsóknamiðstöð ferðamála