Drög að aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 birt í Samráðsgátt

Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið opnað fyrir umsagnir um drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030. Sjá hér https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3591

Umsagnarfrestur er til 23. nóvember.


Drögin eru afrakstur vinnu sjö starfshópa, sem skipaðir voru af ferðamálaráðherra, og stýrihóps, um mótun ferðamálastefnu 2030 og aðgerðaráætlun hennar. Forstöðukona RMF, Guðrún Þóra, sat í starfshópi um rannsóknir, gögn og nýsköpun, sömuleiðis sat Dr. Ingibjörg Sigurðardóttir stjórnarkona í RMF í starfshópi um hæfni og gæði.