Enn lagast árstíðarsveifla á höfuðborgarsvæði – önnur svæði standa í stað

Eitt af helstu markmiðum markaðsátaksins Ísland – allt árið er að taka á árstíðasveiflu íslenskrar ferðaþjónustu og dreifa ferðafólki betur um landið og yfir árið. Árangursmælikvarði er þróun gistinátta í landinu, sem skipt er eftir svæðum sem endurspegla kjördæmaskiptingu 1959. Til þessa hafa einfaldir hlutfallsreikningar verið látnir duga, en í þessu minniblaði verða kynntar niðurstöður útreikninga sk. GINI stuðuls á þróun gistinátta.

GINI stuðullinn

Algeng notkun Gini stuðulsins er við greiningu á jöfnuði tekna í samfélaginu og hefur Stefán Ólafsson, prófessor gjarna nýtt Gini stuðulinn í því samhengi. Með sama hætti er hægt að skoða dreifingu gistinátta yfir mánuði ársins eftir mismunandi svæðum. Ef allar gistinætur ársins skila sér alveg jafnt í hverjum mánuði inn á svæðið tekur Gini stuðulinn gildið núll. Hann hækkar eftir því sem gistináttadreifingin er ójafnari. Við gildið 1 hefur einn mánuður allar gistinæturnar.

Tafla 1: Gini stuðull gistinátta útlendinga á öllum gististöðum 1998-2014

Gini stuðull

Tafla 2: Breyting Gini stuðuls milli ára 1998-2014 í %

 Gini stuðull

Glögglega má sjá á töflum 1 og 2 að sú jákvæða þróun sem hófst af krafti á á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 heldur áfram. Önnur svæði standa hinsvegar í stað í kjölfar jákvæðra breytinga árin 2012 og 2013. Hreyfing í rétta átt á Vestfjörðum virðist ganga til baka. Vandi íslenskrar ferðaþjónustu er því enn um sinn hin mikla árstíðarsveifla gistinátta, sem sérstaklega einkennir svæði utan höfuðborgarsvæðis. 

Gert í Reykjavík og á Akureyri, 8. apríl 2015

Rannsóknamiðstöð ferðamála