Hvað vitum við að við vitum ekki?

Ráðstefnuboð fimmtu örráðstefnu RMF.
Ráðstefnuboð fimmtu örráðstefnu RMF.

Fimmtudaginn 29. október n.k. mun Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) standa fyrir örráðstefnu undir yfirskriftinni "Hvað vitum við að við vitum ekki?". Þessi fimmta örráðstefna RMF mun snúast um hvaða gögn við eigum um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og hvað við vitum að okkur okkur vantar að vita.
Á örráðstefnunni verður meðal annars fjallað um nýja hliðarreikninga Hagstofu Íslands, svæðisbundin áhrif greinarinnar, fjöldi gesta á einstökum stöðum og ýmislegt annað sem tengist því sem við vitum og vitum ekki.

Ráðstefnan mun hefjast á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð þessarar örráðstefnu. Þar á eftir munu frummælendur stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum lýsa því sem við vitum ekki um stöðu greinarinnar.

Frummælendur á örráðstefnunni eru:

  • Oddný Þóra Óladóttir rannsóknastjóri hjá Ferðamálastofu
  • Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
  • Lilja B. Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík
  • Daði Guðjónsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
  • Gyða Þórhallsdóttir doktorsnemi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands
  • Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar

Að erindum loknum verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

Örráðstefnan verður haldin milli kl. 16:30 og 17:30 fimmtudaginn 29. október n.k. og fer fram í stofu 101 í Odda við Háskóla Íslands.

Líkt og fyrri ár verður örráðstefnan tekin upp og verður upptakan gerð aðgengileg hér á heimasíðunni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.