Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa - Reykjavík 2023

Farþegar skemmtiferðaskipa eru mjög ánægðir með Reykjavík sem heimsóknarstað og nýta þeir vel ýmsa þá afþreyingu og þjónustu sem þar er í boði. Þeir telja borgina fallega og heimamenn vingjarnlega en finnst þó að bæta megi merkingar og upplýsingagjöf á helstu ferðaleiðum þeirra um borgina.
Þetta er meðal þess sem fram kemur nýútkominni samantekt á niðurstöðum könnunar sem RMF gerði meðal farþega skemmtiferðaskipa í Reykjavík. Könnunin sem tók til ferðahegðunar og útgjalda farþega var unnin fyrir Faxaflóahafnir að frumkvæði Ferðamálastofu.

Niðurstöður sýna að mikill munur er á útgjöldum almennra skipafarþega og svokallaðra skiptifarþega sem koma til landsins og/eða fara frá landinu með flugi en samkvæmt niðurstöðum könnunar velja sex af hverjum tíu þeirra að dvelja í landi í tengslum við siglinguna með tilheyrandi þjónustuþörf og útgjöldum.

Samantekt á niðurstöðum könnunarinna má lesa hér

Niðurstöður könnunarinnar voru meðal umfjöllunarefna á viðburði Ferðamálastofu "Ferðaþjónusta og skemmtiferðaskipin" sem haldinn var þann 6. desember sl. Upptöku frá viðburðinum má nálgast hér.