Norræn skýrsla um efnahagsleg áhrif Airbnb var að koma út

Hvítserkur. 
Mynd: Markaðsstofa Norðurlands
Hvítserkur.
Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif Airbnb gestgjafa á samfélög á Norðurslóðum var að koma út. Um er að ræða niðurstöður úr norrænu samstarfsverkefni sem RMF hefur verið aðili að undanfarin tvö ár. Verkefnið hlaut styrk úr ACP (Nordic Arctic Co-operation Program) sjóð Norrænu ráherranefndarinnar.

Í þessu verkefni var að rannsaka hvernig Airbnb gestgjafar leggja sitt af mörkum til þróunar á sjálfbærri ferðaþjónustu á afskekktum svæðum á Norðurslóðum. Fjöldi gestgjafa á Airbnb hefur verið að aukast á jaðarsvæðum undanfarin áratug. Þeir nýta sér þennan vettvang sem Airbnb býður upp á til að laða til sín ferðamenn og þar með búa sér til aukatekjur og tækifæri til frumkvöðlastarfsemi. Ferðaþjónusta í gegnum Airbnb getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á nærsamfélögin, bæði efnahagslega og samfélagslega.

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka hvaða hlutverki Airbnb gestgjafar gegna í byggðaþróun sem og sjálfbærri þróun áfangastaða á þremur norrænum dreifbýlissvæðum; Norðurlandi (Ísland), Norður-Jótlandi (Danmörku) og Nordland (Noregi). Svæðin þrjú eru góð dæmi um samfélög á norrænum jaðarsvæðum.

Niðurstöður verkefnisins skiptast í þrjá hluta

  1. Hvað einkennir frumkvöðlastarf Airbnb gestgjafa
  2. Airbnb gestgjafar og efnahagslegt framlag þeirra til nærsamfélagsins
  3. Starfsemi Airbnb og áhrif á þess á svæðisbundna ferðaþjónustu

Skýrsluna má nálgast í heild sinni HÉR.