RMF auglýsir laust starf sérfræðings

Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsir laust til umsóknar 100% starf sérfræðings við rannsóknir og verkefnastjórn.

 

Starfssvið:

Sérfræðingur við RMF vinnur að rannsóknum á sviði ferðamála, kemur að samstarfsverkefnum með innlendum og/eða erlendum rannsakendum. Fer með verkefnastjórn og vinnur að umsóknum m.a. í rannsóknasjóði. Hefur umsjón með gagnaöflun og utanumhaldi gagna og tekur þátt í nefndum og starfshópum eftir því sem við á.

 

Um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða með möguleika á framlengingu í allt að ár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en þann 1. mars 2018.

Starfsstöðin er í Reykjavík.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • MA/MS próf í ferðamálafræði eða skyldum greinum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og rannsóknastarfi.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
 • Góð þekking á aðferðafræðum rannsókna og helstu tölvuforritum.
 • Þekking á ferðaþjónustu erlendis og gott tengslanet innan íslenskrar ferðaþjónustu er æskilegt.
 • Jákvætt viðmót og góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Við mat á umsóknum er tekið mið af því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir RMF.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar næstkomandi.

Ekki eru notuð stöðluð umsóknareyðublöð.

Umsóknin skal innihalda:

 • Umsókn til RMF (ein A4 síða)
 • Ítarleg náms- og ferilskrá (CV)
 • Staðfest afrit  prófskírteina

Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans.
Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu sendar rafrænt til rmf@unak.is

 

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglur fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála ræður í starfið og  áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

 

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, í síma 460-8930. Einnig má senda fyrirspurnir í netfangið: gudrunthora@unak.is.

 

RMF stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um laus störf.