Iðnaðar- og viðskiptaráðherra veitti verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2014

Ráðherra veitti lokaverkefnisverðlaun RMF 2014
Ráðherra veitti lokaverkefnisverðlaun RMF 2014

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) afhenti þann 26. mars Willem Gerrit Tims 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Willem skrifaði verkefni sitt við líf- og umhverfisvísindasvið HÍ, en það nefnist Ný nálgun við kortlagningu á upplifun óbyggðra víðerna. Tilviksrannsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði. Verðlaunin voru afhent í dag, fimmtudaginn 26. mars, á ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) á Egilsstöðum. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn. Willem gat því miður ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna og tók Kristín Sóley Björnsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála við verðlaununum fyrir hans hönd.

Willem kom hingað til lands á vegum svokallaðs GEM verkefnis sem styrkt er af Eramsus Mundus námsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið styrkir meistaranám í landupplýsingakerfum og er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og háskóla í Svíþjóð, Póllandi, Englandi og Hollandi. Umsjón með náminu hér á landi hefur Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við námsbraut í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Rannveig var leiðbeinandi Willems, ásamt Þorvarði Árnasyni, forstöðumanni háskólaseturs Háskóla Íslands á 

Í ár komu 11 verkefni til greina en þau voru tilnefnd af kennurum þeirra þriggja opinberu háskóla á Íslandi sem sinna kennslu og rannsóknum í ferðamálum, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Hólaskóla. Þetta voru 4 lokaverkefni úr grunnnámi og 7 lokaverkefni á framhaldsstigi. Taflan hér að neðan sýnir þau verkefni sem til greina komu fyrir dómnefnd sem stjórn RMF skipar.

Í umsögn dómnefndar segir:

Í verkefni sínu nýtir Willem landupplýsingakerfi (GIS) á nýjan og frumlegan hátt til að meta stærð íslenskra víðerna. Hann setur mjög tæknilegt efni vel fram í ritgerðinni og skýrir mál sitt með góðum kortum og myndum. Sem gögn notar Willem meðal annars myndir sem ferðamenn hafa sett á vefinn, á Google Earth og myndasíður. Myndirnar og fjölda þeirra staðsetur hann á Íslandskorti og sér þannig hvar ferðamenn taka flestar myndir. Fjöldi mynda er væntanlega mælikvarði á hvað ferðamönnum finnst um þá staði sem þeir ferðast um. Margar myndir, ánægðir ferðamenn!

Hann reiknar einnig út frá hvaða svæðum mannvirki sjást, hve langur gangur er að næsta mannvirki o.s.frv. og ályktar út frá því á hvaða svæðum ferðamenn skynja umhverfi sitt sem víðerni. Allt sýnir þetta hve landupplýsingakerfi geta verið öflugt verkfæri fyrir ferðaþjónustu, umhverfis- og skipulagsmál. Sumar þeirra hugmynda sem Willem prófar virka vel, aðrar ekki, eða aðferðina þarf að endurbæta. Það er eins og gengur þegar skoðað er hvað ný og öflug tækni getur gert.  Verkið er frumlegt og vel unnið.

Ritgerðina, sem skrifuð er á ensku, er hægt að skoða á Landsbóksafni eða gegnum Skemmuna - skemman.is:

New approaches for wilderness perception mapping: A case study from Vatnajökull National Park, Iceland

Öll verkefni sem tilnefnd voru til verðlauna má nálgast á:

Verðlaun 2014