Vinir jarðar meta umhverfisframmistöðu skemmtiferðaskipa

Samtökin Vinir Jarðar (e. Friends of the Earth) hafa tekið saman mat á frammistöðu skemmtiferðaskipa er kemur að umhverfismálum á árinu 2014. Á þessari síðu: http://www.foe.org/cruise-report-card er hægt að sjá úttekt á 167 skipum í eigu 16 skipafélaga, þar sem horft er til meðferðar á skólpi, hvort verið sé að vinna gegn útblæstri og hvernig skipin eru að standa sig gagnvart viðmiðum um verdun sjávar sem sett voru í Alaska. Byggt á þessum þremur mælikvörðum fá skipin lokaeinkunn.

Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur rýnt skipalista Vina Jarðar með tilliti til þeirra skipa sem koma til Reykjavíkur og Akureyrar. Í ljós kom að 43% skipa sem koma til Reykjavíkur 2015 er að finna í úttektinni og 36% skipa sem koma til Akureyrar 2015. Í meðfylgjandi excel skjali má sjá greiningu á frammistöðu þeirra skipa, en í ljós kemur að rétt rúmur helmingur þeirra sem koma til Reykjavíkur er með skolpmál til fyrirmyndar, en 46% með óviðunandi ástand. Aðeins um fimmtungur stendur sig vel er kemur að því að draga úr útblæstri en þorri þeirra skipa sem kemur til Reykjavíkur og Akureyrar var ekki metin er kemur að vernd sjávar eftir Alaska viðmiðum. Skipin sem koma til Akureyrar eru mjög sambærileg með tilliti til frammistöðu er varðar meðferð skolps og beitingu leiða til að draga úr útblæstri.

Samantekt í töflureikni