We Lead verkefnafundur á Írlandi

Í síðustu viku hittust samstarfsaðilar í Erasmus+ verkefninu We Lead á tveggja daga verkefnafundi, en We Lead snýr að því að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu. Fundurinn var haldinn í Leitrim á Írlandi en þar er írski samstarfsaðilinn Momentum með starfsemi sína. 

Verkefnið hófst fyrir ári síðan og fyrstu afurðir þess litu dagsins ljós á dögunum. Um er að ræða samantektarskýrslu sem tekur á helstu grunnatriðum We Lead verkefnisins og hefti með níu dæmisögum frá sterkum kvenfyrirmyndum innan ferðaþjónustunnar. 

Útgáfurnar er hægt að nálgast á heimasíðu We Lead hér:

Á fundinum voru næstu skref verkefnisins rædd en meginmarkmið þess er að útbúa kennsluefni fyrir menntastofnanir og konur sem starfa innan ferðaþjónustunnar þar sem lögð verður áhersla á úrræði fyrir þau sem vilja efla starfshæfni sína og leggja meiri áherslu á sjálfæra ferðaþjónustu og aðgerðir í loftslagsmálum. Allt kennsluefni verður aðgengilegt í opnum aðgangi á ensku, spænsku og íslensku.

Auk fundarhalda var einnig farið í vettvangsferð um sveitina í kring þar sem hádegisverður var sneiddur á Jackalope café í The Shed Distillery og farið var í ferð með leiðsögn um gamlar kolanámur. Einnig skapaðist góð stemning í lok fyrsta vinnudagsins í heitu pottunum í Drumhierny Woodland Hideaway þar sem fundargestir gistu.

Við þökkum Momentum kærlega fyrir sína dásamlegu írsku gestrisni!