29th Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research verður rafræn

Ákveðið hefur verið að ráðstefnan "Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research" sem halda átti á Akureyri 21.-23. september verði alfarið rafræn. Var ákvörðunin tekin í ljósi núgildandi sóttvarnarreglna. Frekari upplýsingar verða birtar á vefsíðu og Facebook síðu ráðstefnunnar á næstu dögum.