Ábyrg ferðamennska á norðurslóðum

Nýlega stóð Selasetur Íslands í samvinnu við RMF fyrir myndun þverfaglegs rannsóknateymis um ábyrga ferðamennsku á norðurslóðum.

Hluti hópsins, sem samanstendur af norskum og íslenskum ferðamálafræðingum, líffræðingum, landfræðingum og skipulagsfræðingum, hittist í Selasetrinu á Hvammstanga í vikunni til að vinna í sameiningu að hönnun þverfaglegs heildræns rannsóknaverkefnis, Responsible Tourism in Actic Seascapes (ReSea),  sem miðar að því að afla nauðsynlegra upplýsinga til að undirbyggja ábyrga hvala- og selaskoðun á norðurslóðum.  

Fyrirhugað er að rannsóknin muni fara fram á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi.  

Á meðfylgjandi mynd eru, talið frá vinstri: Britt Kramvig, Anniken Förde, Sandra Granquist, Gunnþóra Ólafsdóttir, Jessica Faustino, Amy Savener. Á myndina vantar Georgette Leah Burns.