Aðalfundur stjórnar RMF

Rögnvaldur Ólafsson, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Aðalfundur stjórnar RMF var haldinn 26. apríl í fundarsal atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að Skúlagötu 4. Á fundinum var m.a. farið yfir ársskýrslu 2016 og ársreikninga RMF en auk þess var starfsáætlun fyrir árið 2017 kynnt. Nokkrar breytingar urðu í stjórn. Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða, tók við af dr. Rögnvaldi Ólafssyni, fyrrv. forstöðumanni Rannsóknasetra HÍ sem formaður stjórnar. Rögnvaldur gegndi formennsku frá árinu 2010. Guðrún er skipuð í stjórn RMF af rektor Háskóla Íslands. Svanfríður Jónasdóttir var skipuð í stjórn af rektor Háskólans á Akureyri. Svanfríður tekur við af dr. Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Guðrún Rósa sat í stjórn RMF fyrir hönd Háskólans á Akureyri frá árinu 2008.  

Starfsfólk Stjórnstöðvar ferðamála og starfsfólk skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru sérstakir gestir stjórnar á fundinum og kynnti starfsemi sína og hlutverk. Sköpuðust miklar og góðar umræður um verkefni sem eru brýn á sviði rannsókna í ferðamálum.

RMF þakkar ráðuneyti ferðamála fyrir góðar móttökur og gestristni í ráðuneytinu og starfsfólki Stjórnstöðvar ferðamála og skrifstofu ferðamála í ráðuneytinu fyrir góðan og gagnlegan fund.  

Fv: Rögnvaldur Ólafsson, Oddný Þóra Óladóttir, Laufey Haraldsdóttir, 
Jón Þorvaldur Heiðarsson, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,
Guðrún Pétursdóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Anna G. Sverrisdóttir