Aðalfundur stjórnar RMF haldinn á Hólum

Stjórn og starfsfólk RMF (Mynd: LH)
Stjórn og starfsfólk RMF (Mynd: LH)

Aðalfundur stjórnar RMF var haldinn 13. mars í Háskólanum á Hólum. Utan hefðbundinna aðalfundarstarfa kynnti starfsfólk RMF starfsemina auk þess sem fundurinn ræddi rannsóknasýn og –áherslur RMF. 

Ársskýrsla RMF 2017 var kynnt á fundinum en hana má finna hér á vefnum

Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum ávarpaði fundinn, kynnti starfsemi Háskólans á Hólum, framtíðarsýn og tengsl skólans við RMF sem og samstarf háskólanna þriggja á vettvangi ferðamálarannsókna. Auk þess kynnti Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu, eigin rannsókn á stefnumörkun stjórnvalda 199-2015 á rannsóknum og tölfræðilegri gagnasöfnun á sviði ferðamála. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni Oddnýjar til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2017.

Á fundinum urðu breytingar á stjórn. Dr. Sigrún Stefánsdóttir stundakennari við Háskólann á Akureyri tók við af Svanfríði Jónasdóttur sem varaformaður stjórnar. Auk Sigrúnar sitja í stjórn Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnar og Rannveig Ólafsdóttir f.h. Háskóla Íslands, Jón Þorvaldur Heiðarsson f.h. Háskólans á Akureyri, Laufey Haraldsdóttir f.h. Háskólans á Hólum, Oddný Þóra Óladóttir f.h. Ferðamálastofu og Bjarnheiður Hallsdóttir f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar.

Auk stjórnar sátu fundinn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðukona RMF, og Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Þórný Barðadóttir, Auður H. Ingólfsdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir, sérfræðingar RMF.

RMF þakkar starfsfólki Háskólans á Hólum fyrir hlýlegar móttökur og gestrisni.