Alþjóðlegi ferðaþjónustudagurinn

Í dag er alþjóðlegi ferðaþjónustudagurinn og í ár er hann tileinkaður störfum í ferðaþjónustu.

Í yfirlýsingu sem Alþjóðlegu ferðamálasamtökin UNWTO gáfu út í tilefni dagsins er kallað eftir nýjum áherslum til að hámarka möguleika greinarinnar í myndun nýrra og betri starfa.

Í yfirlýsingunni er tekið á þáttum eins og framtíð starfa í greininni, helstu áskoranir varðandi stafræna byltingu, störf í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og að innan ferðaþjónustunnar séu störf og tækifæri fyrir alla, þar á meðal fyrir ungt fólk, konur og þá sem búa í dreifbýli.

Á sama tíma gaf TAAF (Tourism Alert and Action Forum) út yfirlýsingu þar sem yfirlýsingu UNWTO var mótmælt. Þar er sú hugmynd gagnrýnd að ferðaþjónustun sé þróunarafl, skapari atvinnu og auðs sem sé lykillinn að betri framtíð fyrir alla.

TAAF bendir á að ekki sé horfst í augu við þá staðreynd að innan greinarinnar felist kerfislegt og skipulegt óréttlæti. 

TAAF benda á að stefnumörkun innan greinarinnar ætti að miða meira að réttindum allra og að ferðaþjónustan ætti að stuðla ennfrekar að réttlæti og samstöðu. 


Hér má sjá yfirlýsingu Alþjóðlegu ferðamálasamtakanna: Tourism and Jobs: a better future for all

Hér má svo sjá yfirlýsingu TAAF sem var birt á heimasíðu Karibu Stofnunarinnar: Tourism Alert and Action Forum (TAAF) Statement on World Tourism Day 2019 Tourism and Jobs: a better future for all