Aukin umferð leiðangursskipa til umfjöllunar á RÚV

Skjáskot af ruv.is
Skjáskot af ruv.is

Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á RMF var meðal viðmælenda Arnhildar Hálfdánardóttur, fréttakonu á RÚV, í ítarlegum pistli um auknar komur leiðangursskipa til strandsvæða landsins. Pistillinn var sendur út í Spegli RÚV í vikunni.

Leiðangursskip eru smærri en hefðbundin skemmtiferðaskip auk þess sem ferðatilhögun skipanna er að hluta ólík. Hefðbundin skemmtiferðaskip, sem oft bera einhver þúsund farþega, eru í grunninn fljótandi lúxus hótel þar sem afslöppun og afþreying um borð er helsta aðdráttarafl fyrir farþega. Aðdráttarafl leiðangursskipa, sem gjarnan bera örfá hundruð farþega, er hins vegar fræðsla; fyrirlestrar um borð og í landi. En leiðangursskipin gera einnig og raunar ekki síður út á leit að nýjum viðkomustöðum og eigin ævintýraleiðum á smábátum að landi, gjarnan fjarri mannabyggð.

Það er ekki hvað síst þar sem skóinn kreppir hvað varðar leikreglur og regluverk, líkt og farið er vel yfir í pistli Arnhildar.

Pistilinn má lesa hér auk þess sem heyra má örlítið stytta útgáfu í spilara.