Bók um ferðamennsku og mannöldina

"Tourism and the Anthropocene" í ritstjórn Martin Gren og Edward H. Huijbenser.

Nýútkomið greinasafn „Tourism and the Anthropocene“ eða "Ferðaþjónusta og mannöldin" er fyrsta bókin á sviði ferðamálafræða sem tengir ferðamennsku við mannöldina (anthropocene).

Ritstjórar bókarinnar eru Martin Gren, lektor við Linné-háskólann í Svíþjóð og Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þeir eiga hvor um sig einn kafla bókarinnar auk þess að skrifa inngang hennar og lokaorð. Í bókinni er glímt við álitamál sem fylgja mannöldinni í tengslum við ferðamennsku. Má þar nefna (ó)sjálfbæra þróun á hnattræna vísu, takmörk vistkerfa jarðar, landfræðilega siðfræði og myndun kenninga um ferðamennsku sem landfræðilegt afl.

Mannöld (e. anthropocene) er heiti sem stungið hefur verið upp á til að lýsa nýju tímabili í sögu jarðar og mannkyns. Þar er litið á manninn og áhrifamátt manneskjunnar sem mótandi afl sem hafi áhrif á og breyti kerfum jarðarinnar. Það gerist til dæmis með losun koltvísýrings út í andrúmsloftið sem leiðir af sér hnattræna hlýnun.

 

Ritdómur um bókina, birtur 9. júní 2016

Hér má lesa nánar um útgáfu bókarinnar.