Doktorsvörn í ferðamálafræði: Barbara Olga Hild
Barbara Olga Hild varði doktorsritgerð sína í ferðamálafræði við Háskóla Íslands þann 5. september. Ritgerðin ber heitið Öryggi ferðamanna í ævintýraferðamennsku. Hæfni leiðsögumanna og áhættustýring á norðurslóðum (Safety in Arctic Adventure Tourism: Guide Competence and Risk Governance).
Í ritgerðinni er fjallað um tengsl á milli hlutverks og hæfni leiðsögumanna í ævintýraferðamennsku og getu þeirra til að tryggja öryggi á vettvangi. Rannsóknin byggir á fjögurra ára rannsóknarvinnu á Íslandi, Svalbarða og Grænlandi og sýna niðurstöðurnar fram á mikilvægi þess að virkja sérfræðiþekkingu leiðsögumanna í stefnumótun, kennslu og viðbragðsáætlunum. Nánar má lesa um verkefnið á vef Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi Barböru var dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu einnig dr. Are Kristoffer Sydnes, dr. Patrick T. Maher og Sigmund Andersen. Andmælendur voru dr. Bjørn Ivar Kruke frá Háskólanum í Stavanger og dr. TA Loeffler frá Memorial-háskólanum í Kanada.
Fyrir hönd RMF færði Eyrún Jenný Bjarnadóttir Barböru blóm að lokinni athöfn.