Samgönguþing 2016

Markaðsstofa Norðurlands boðar til Samgönguþings 17. febrúar n.k. Yfirskrift þingsins er að þessu sinni „Almenningssamgöngur og skemmtiferðaskip".

Meðal framsögumanna verður Edward H. Huijbens, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála og prófessor við HA.

Samgönguþingið verður haldið í Hofi á Akureyri og hefst kl. 9:30.

Dagskrá þingsins í heild má sjá á vef Markaðsstofunnar nordurland.is þar sem einnig er unnt að skrá þátttöku.