Heimsókn norskra háskólanema

Guðrún Þóra forstöðumaður RMF
Guðrún Þóra forstöðumaður RMF

Rannsóknamiðstöð ferðamála tók í gær á móti hópi norskra háskólanema í ferðamálafræðum.

Guðrún Þóra forstöðumaður RMF bauð hópinn velkominn og kynnti að því loknu niðurstöður rannsókna RMF á samfélagslegum þolmörkum ferðamennsku hérlendis. Þar á meðal voru fyrstu niðurstöður rannsóknar á þolmörkum heimamanna á þremur svæðum landsins, Höfn í Hornafirði, í Mývatnssveit og á Siglufirði. Niðurstöðuskýrslu rannsóknarinnar er að vænta innan skamms.

Norskir ferðaþjónustunemar

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, kynnti sögu hestaferðamennsku hér á landi og niðurstöður rannsóknar sem tók meðal annars til þess hvernig fyrirtæki í greininni standa að eigin kynningarmálum. Þá sagði Karl Jónsson frá ferðaþjónustunni Lamb-Inn frá tilurð fyrirtækisins og rekstri og einni frá samvinnu veitingahúsa í Eyjafjarðarsveit við þjónustu við ferðamenn. Að afloknum erindum sköpuðust líflegar umræður um margvíslega fleti ferðamála.