Sérfræðingar RMF á fundi fólksins

Sérfræðingar RMF munu taka þátt í tveimur málstofum á Fundi fólksins sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi, dagana 8. og 9. september n.k.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður RMF, mun flytja erindi á málstofu um ábyrga ferðaþjónustu. Málstofan fer fram í Hamraborg kl. 14 og 16 þann 8. september og ber yfirskriftina Áhrif ferðaþjónustu í nærsamfélagi. Erindi Guðrúnar Þóru nefnist Frá sjónarhóli íbúa.

Auður H Ingólfsdóttir sérfræðingur á RMF, verður í pallborðshópi á málstofu á vegum Norræna félagsins. Málstofan, Traust–verðmætasta auðlind Norðurlanda, verður haldin í Hömrum 8. september kl. 16-17.

Nánar má lesa um viðburðinn í heild með því að smella hér