Erindi um ferðaþjónustu á Þjóðarspegli 2014

Málefni um ferðaþjónustu verða áberandi á Þjóðarspeglinum 2014, ráðstefnu í félagsvísindum haldinn í Háskóla Íslands, þann 31. október næstkomandi. Þjóðarspegillinn er vettvangur til að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi og er hann haldinn í október ár hvert.
Alls verða haldin tólf erindi í þremur málstofum um ferðaþjónustu, þar sem fræðimenn munu kynna nýjustu rannsóknir sínar. Málstofurnar um ferðaþjónustu verða haldnar frá kl. 9:00 til 14:45 í Hátíðasal, Aðalbyggingu Háskóla Íslands og eru allir velkomnir. Til viðbótar við málstofurnar eru til sýnis tvö veggspjöld um ferðaþjónustu á veggspjaldasýningu ráðstefnunnar. Þau eru kynnt af höfundum á stuttum veggspjaldakynningum sem verða haldnar milli kl. 13:00 og 15:00 í Gimli 102.

Málstofa 1: Mótunarafl ferðamennsku – kl. 9:00-10:45 (Hátíðarsalur HÍ)

 • Edward H. Huijbens
  Ferðamennska á nýrri öld - Manntíminn og ferðamál
 • Karen Möller Sívertsen, Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund
  Fésbók logar af norðurljósum: Framsetning norðurljósa í markaðsfærslu ferðaþjónustufyrirtækja á Fésbók
 • Michael Leonard
  Gateway to Elsewhere: Aeromobilities and Representations of Iceland in the Postcolonial Arctic
 • Georgette Leah Burns
  Ethically managing wildlife in tourism in Iceland

Málstofa 2: Uppbygging og skipulag náttúru og ferðaþjónustu – kl. 11:00-12:45 (Hátíðarsalur HÍ)

 • Johannes Welling
  Glacier tourism in Iceland: What makes a glacier a tourist destination?
 • Harald Schaller
  Is Governance-Network a valuable management approach for the Vatnajökull National Park?
 • Ingibjörg Sigurðardóttir
  Hestaferðaþjónusta, skilgreiningar og hugtök
 • Laufey Haraldsdóttir
  Matur og staður

Málstofa 3: Samspil ferðamanna og áfangastaða – 13:00-14:45 (Hátíðarsalur HÍ)

 •  Lilja B. Rögnvaldsdóttir
  Þróun og staða ferðaþjónustu á Húsavík: Niðurstöður ferðavenjukönnunar sumarið 2013
 • Cristi Frent
  A closer look at some inbound tourism statistics in Iceland
 • Gyða Þórhallsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Anna Dóra Sæþórsdóttir
  Sampling methods in Icelandic tourist destinations
 • Anna Dóra Sæþórsdóttir
  Þolmörk ferðamanna: Eru ferðamenn ónæmir fyrir vaxandi ferðamennsku?

Veggspjaldakynningar 13:00-15:00 (Gimli 102)

 • Martin Nouza, Rannveig Ólafsdóttir og Anna Dóra Sæþórsdóttir
  Second home invasion
 • Johannes T. Welling, Rannveig Ólafsdóttir og Þorvarður Árnason
  What do we know about glacier tourism? - A scoping review

Sjá fulla dagskrá Þjóðarspegilsins.