Ferðafólk og almenningssamgöngur

RMF í samvinnu við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í tengslum við verkefni um samgöngur og ferðamál á Norðurslóðum (sjá hér) skýrslu um nýja kerfi strætó á Norðurlandi sem hóf þjónustu í janúar 2013. Var markmiðið að skilja hvernig reynsla ferðaþjónustuaðila var af kerfinu og hvort þeir teldu það gagnast ferðafólki. Skýrslan veitir innsýn í það hvernig huga þarf að breytingum á upplýsingagjöf í leiðarkerfi til að þjóna betur hagsmunum ferðaþjónustu, þó ekki nema væri á árstíðarbundnum grunni. 

Greinilegt  er  að  aksturstöflur  miðast  við  þarfir  íbúanna,  einkum  þeirra  sem  fara  reglubundið  milli  staða  enda  er  í  gögnum  Strætó  talað  um áfangastaði.  Þarfir  ferða-þjónustunnar  geta  verið  nokkuð  aðrar  og  þar  velta  menn  hugsanlega  meira  fyrir  sér tilteknum áningarstöðum, hvernig hægt sé að komast þangað, dvelja þar tiltekinn tíma og halda síðan til næsta áningarstaðar eða áfangastaðar þar sem e.t.v. er gist.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér