Góðar og þarfar umræður um ferðamannalandið Ísland

Á dögunum stóð RMF fyrir pallborðsumræðum í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum. Umræðurnar voru hluti af dagskrá Þjóðarspegilsins, árlegrar ráðstefnu félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Tilefnið var annars vegar nýleg umfjöllun Heimildinni þar sem ferðaþjónusta var tekin fyrir undir fyrirsögninni Ferðamannalandið Ísland: Sáu ferðamenn í fyrsta sinn sem plágu. Þar var kastljósinu beint að ferðaþjónustuþorpinu Vík í Mýrdal og rætt um álag vegna aukinnar umferðar, gjaldskyld bílastæði, öryggismál, lúxusferðamennsku og áhrif á heilbrigðiskerfi og löggæslu. Margir í ferðaþjónustu töldu skorta á að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar kæmu þar fram. Hins vegar var horft til stefnu stjórnvalda í ferðamálum til ársins 2030, þar sem meginmarkmið er að byggja upp arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu sem er í sátt við land og þjóð. 

Þátttakendur í pallborði voru: 

  • Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
  • Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum
  • Jón Trausti Reynisson, blaðamaður og framkvæmdastjóri Heimildarinnar
  • Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar
  • Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF)
  • Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Umræðustjóri var Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF.

Í pallborðinu var rætt um hvernig stýra megi ferðaþjónustu á sjálfbæran og sanngjarnan hátt. Umræður voru líflegar og þátttakendur sammála um að mikilvægt sé að skapa oftar vettvang til samtals milli ólíkra aðila, bæði úr atvinnulífi, stjórnsýslu, háskólasamfélagi og fjölmiðlum. Einnig var lögð áhersla á að stefnumótun í málaflokknum þurfi að byggja á rannsóknum og traustum gögnum.

 

Ljósmyndirnar hér fyrir neðan tóku Gunnar Víðir Þrastarson og Vera Vilhjálmsdóttir.

 

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Gunnar Víðir Þrastarson

©Vera Vilhjálmsdóttir