Góður gestur á RMF
			
					20.03.2019			
	
	
Á dögunum fékk RMF til sín góðan gest, þegar Dr. Zsuzsanna Kövi, frá Karoli Gaspar Háskólanum í Ungverjalandi kom í vinnuheimsókn.
Á meðan á dvöl Dr. Kövi stóð, hélt hún fyrirlestra á Akureyri og í Reykjavík fyrir sérfræðinga RMF, háskólakennara og fleiri samstarfsaðila. 
Hún hélt einnig vinnufundi með sérfræðingum RMF þar sem hún sýndi nýjar greiningaraðferðir, meðal annars með úrvinnslu á fyrirliggjandi gögnum miðstöðvarinnar.
Stefnt er að frekari samvinnu við Dr. Kövi um gagnagreiningu sem og möguleg ný rannsóknarverkefni.
 
  
 
												 
			 
						 
						 
					
 Norðurslóð 2 (E-hús-206)
Norðurslóð 2 (E-hús-206) 600 Akureyri
600 Akureyri